Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Albatross frá Russel Knox
Russel Knox.
Föstudagur 22. mars 2019 kl. 10:00

Myndband: Albatross frá Russel Knox

Russel Knox lék fyrsta hring Valspar meistaramótsins á fjórum höggum undir pari og er hann jafn í þriðja sæti, einu höggi á eftir efstu mönnum, eftir daginn.

Ásamt því að vera í toppbaráttunni þá átti Knox líka besta högg gærdagsins. Á 11. holunni gerði hann sér lítið fyrir og sló ofan í frá 250 metrum fyrir albatross. Það er ekki oft sem það gerist að menn fái albatross. Til að mynda var þetta fyrsta skiptið sem það gerist á þessu móti.

Höggið má sjá hér að neðan.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)