Fréttir

Myndband: Birgir hafði heppnina með sér á 5. holu Hlíðavallar
Birgir Björn er hér að koma sér fyrir til að slá höggið úr vatninu. Mynd: [email protected]
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 7. ágúst 2020 kl. 08:31

Myndband: Birgir hafði heppnina með sér á 5. holu Hlíðavallar

Birgir Björn Magnússon er á meðal keppenda á Íslandsmótinu í höggleik sem fer fram á Hlíðavelli í Mosfellsbæ.

Birgir lék vel á fyrsta hring mótsins, spilaði á 72 höggum eða pari vallarins og er á meðal efstu manna.


Skorkort Birgis á fyrsta keppnisdegi.

Keilismaðurinn hafði þó heppnina með sér á 5. holu Hlíðavallar þegar hann missti teighögg sitt of langt til hægri í vatnið við 6. flötina. Á einhvern ótrúlegan hátt hitti hann lítið svæði í miðju vatninu þar sem hægt var að slá boltann og tókst það vel eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Annar hringur Íslandsmótsins í höggleik fer fram í dag. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.