Örninn/kerrur
Örninn/kerrur

Fréttir

Myndband: Brot af því besta hjá Bjarka á öðrum keppnisdegi
Bjarki slær hér á lokaholu dagsins.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 21:09

Myndband: Brot af því besta hjá Bjarka á öðrum keppnisdegi

Bjarki Pétursson lék frábærlega á öðrum keppnisdegi lokaúrtökumótsins fyrir Evrópumótaröð karla sem haldið er á Lumine golfsvæðinu á Spáni.

Bjarki lék á 5 höggum undir pari eða 66 höggum og fór fyrir vikið upp um 80 sæti milli hringja en hann lék á 2 höggum yfir pari á fyrsta keppnisdeginum.

Í viðtali við Kylfing sagði Bjarki að hann hafi ekki verið í miklum vandræðum á hringnum, eini skolli dagsins kom þegar hann missti innáhögg sitt á 17. holu rétt til hægri en þess utan fékk hann sex fugla.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá um 70 kylfingar áfram. Til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þurfa strákarnir okkar að enda í einu af 25 efstu sætunum að sex hringjum loknum.