Fréttir

Myndband: Canter lék á 60 höggum
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 22. október 2020 kl. 12:30

Myndband: Canter lék á 60 höggum

Englendingurinn Laurie Canter lék í dag fyrsta hringinn á Opna ítalska mótinu á 60 höggum eða 12 höggum undir pari. Canter er að sjálfsögðu efstur í mótinu, fjórum höggum á undan næsta manni þegar um helmingur keppenda hefur lokið leik á fyrsta keppnisdeginum.

Canter er 20. kylfingurinnn í sögu Evrópumótaraðarinnar sem spilar á 60 höggum en það er næst besta skorið í sögu mótaraðarinnar. Einungis Oliver Fisher hefur spilað á lægra skori en hann spilaði á 59 höggum á Portugal Masters árið 2018.

Á hring dagsins fékk Canter alls 10 fugla og einn örn en parið á Cevro vellinum á Ítalíu er 72. Hann hóf leik á 10. teig og spilaði því síðustu sjö holurnar á sjö höggum undir pari.

Daninn Joachim B. Hansen er annar á 8 höggum undir pari, höggi á undan þremur kylfingum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.