Fréttir

Myndband: Eitt lengsta pútt tímabilsins
Christiaan Bezuidenhout. Mynd: GettyImages.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 2. nóvember 2019 kl. 12:00

Myndband: Eitt lengsta pútt tímabilsins

Það voru nokkur tilþrif á þriðja keppnisdegi HSBC heimsmótsins sem stóðu upp úr. Eitt þeirra var gríðarlega langt pútt sem Christiaan Bezuidenhout setti í á lokaholu dagsins.

Bezuidenhout, sem hefur sigrað á einu móti á þessu tímabili, setti niður þetta langa pútt fyrir erni á 18. holu þriðja hringsins og endaði daginn jafn í 10. sæti á 9 höggum undir pari. Rory McIlroy er efstur á 15 höggum undir pari.

Fjölmiðillinn Golf Channel gerði grín af pútti Bezuidenhout, sem má sjá hér fyrir neðan, og skrifaði: „Pútt sem var næstum því jafn langt og nafnið hans.“