Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar
Rickie Fowler.
Mánudagur 4. desember 2017 kl. 19:34

Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar

Hero World Challenge mótinu lauk í gær og var það Rickie Fowler sem stóð uppi sem sigurvegari. Hann sigraði eftir frábæran lokahring upp á 61 högg, eða 11 högg undir par.

Það er því viðeigandi að Fowler eigi besta högg mótsins, en höggið kom á fimmtu holu lokahringsins. Hann var búinn að fá fjóra fugla í röð þegar að hann lenti í flatarglompu á þeirri fimmtu. Það leit því ekki út fyrir að hann væri að fara fá fimmta fuglinn í röð, en hann gerði sér lítið fyrir og sló högginu ofan í. Fowler endaði svo á því að fá sjö fugla í röð.

Í myndbandinu hér að neðan má sjá fimm bestu högg helgarinnar og er þar að sjá högg frá Tiger Woods, Jordan Spieth, Hideki Matusyama og Francesco Molinari.