Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar á Vic Open
David Law.
Þriðjudagur 12. febrúar 2019 kl. 08:00

Myndband: Fimm bestu högg helgarinnar á Vic Open

ISPS Handa Vic Open var mót helgarinnar á Evrópumótaröð karla. Það var Skotinn David Law sem fagnaði sigri og var þetta hans fyrsti sigur á Evrópumótaröðinni.

Mótið braut blað í sögu golfsins en LPGA mótaröðin lék á sama móti og var verðlaunafé það sama á LPGA mótaröðinni og Evrópumótaröðinni.

Ásamt því að hafa unnið mótið þá átti Law einnig besta högg helgarinnar en höggið kom á lokaholu mótsins. Hann fékk örn á lokaholunni sem tryggði honum eins höggs sigur.

Kim Kaufman sem leikur á LPGA mótaröðinni átti annað besta högg helgarinnar. Fimm bestu höggin má sjá hér að neðan.

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

5. ⤵️ 4. 🌳 3. 🏖 2. 🏀 1. 🙌🏼 Relive the five best shots of the week.

A post shared by European Tour (@europeantour) on

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640