Fréttir

Myndband: Forystusauðurinn fær að aka um á „Leader-bílnum“
Robert MacIntyre.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 6. september 2019 kl. 21:07

Myndband: Forystusauðurinn fær að aka um á „Leader-bílnum“

Annar hringur Porsche European Open mótsins var leikinn í dag og eins og kom fram fyrr í kvöld er það Robert MacIntyre sem er með fjögurra högga forystu eftir daginn.

Eins og nafnið á mótinu gefur til kynna er bílaframleiðandinn Porsche aðal styrktaraðili mótsins. Það er því viðeigandi að forystusauðurinn fái að aka um á einum af bílum fyrirtækisins. Paul Casey fékk því að vera á bílnum eftir fyrsta hringinn og eftir daginn í dag var það MacIntyre sem fékk að aka heim á Porsche bifreið sem er að sjálfsögðu merktur „Leader“.