Fréttir

Myndband: Fullkomin lokahola hjá Bjarka
Bjarki Pétursson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 16:29

Myndband: Fullkomin lokahola hjá Bjarka

Bjarki Pétursson GKB lék í dag annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 5 höggum undir pari og er því á þremur höggum undir pari eftir tvo keppnisdaga og jafn í 40. sæti.

Bjarki fékk alls sex fugla og einn skolla á hring dagsins en hann hóf leik á 10. teig.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá lokaholu Bjarka í dag sem var 9. hola Lakes vallarins á Lumine svæðinu. Holan er 387 metra löng par 4 hola með vallarmörk til hægri og vatn vinstra megin. Bjarki gerði sér lítið fyrir og fékk fugl en hann sló dræv vinstra megin á brautina og smellti svo öðru högginu um einn metra frá holu.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá um 70 kylfingar áfram. Til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þurfa strákarnir okkar að enda í einu af 25 efstu sætunum að sex hringjum loknum.