Fréttir

Myndband: Fyrsta hola í höggi komin á Opna mótinu
Emiliano Grillo
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 18. júlí 2019 kl. 09:30

Myndband: Fyrsta hola í höggi komin á Opna mótinu

Opna mótið hófst á Royal Portrush vellinum á Norður-Írlandi í morgun og hefur einn kylfingur nú þegar farið holu í höggi þrátt fyrir að aðstæður séu ekki frábærar en töluverður vindur er á svæðinu. Sá heppni er argentínski kylfingurinn Emiliano Grillo sem sló drauma höggið á 13. holu vallarins. 

Grillo sló boltann fremst á flötina og rúllaði hann svo aðeins til vinstri og beint í holuna. Með högginu kom hann sér niður á parið en á fyrri 9 holunum hafði hann fengið þrjá fugla, einn þrefaldan skolla og tvo skolla. Þetta er í fyrsta skipti sem kylfingur fer holu í höggi á Opna mótinu síðan árið 2016.

Hér fyrir neðan má sjá myndband af högginu.