Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Garcia missir sig daginn áður en hann var rekinn úr móti
Sergio Garcia.
Mánudagur 4. febrúar 2019 kl. 19:12

Myndband: Garcia missir sig daginn áður en hann var rekinn úr móti

Helgin var ansi skrautleg hjá hinum 39 ára gamla Spánverja, Sergio Garcia. Eins og flestum er eflaust kunnugt þá var hann rekinn úr mótinu fyrir það að valda skemmdum á allt að fimm flötum á þriðja hring Saudi International mótsins.

En það sem fáir vita er hvernig Garcia hagaði sér á öðrum hring mótsins. Nú hefur myndband birst af honum þar sem hann sést hella úr skálum reiði sinnar eftir miður gott glompuhögg. Það er ljóst að hæglega hefði verið hægt að reka hann úr móti fyrir þessa hegðun.

Sjón er sögu ríkari en myndbandið má sjá hér að neðan en þar má einnig heyra í honum bölva rækilega á spænsku eftir að hafa látið sandinn finna fyrir því.