Fréttir

Myndband: Golf getur verið erfitt
Jeff Maggert.
Þriðjudagur 12. mars 2019 kl. 19:00

Myndband: Golf getur verið erfitt

Hver sá sem hefur spilað golf veit hversu erfið þessi íþrótt getur verið en stundum gerum við hana of erfiða. Gott dæmi um þetta er Jeff Maggert, sem leikur á Champions mótaröðinni.

Á lokaholu fyrsta dagsins á móti helgarinnar, Hoag Classic, var hann kominn um þrjá metra frá holunni fyrir fugli en á einhvern ótrúlegan hátt þurfti hann fimm pútt og endaði holuna á átta höggum, eða þremur yfir pari. Hann endaði hringinn á 76 höggum, ansi langt frá efstu mönnum.

Hann var samt ekki á þeim buxunum að gefast upp því næstu tvo hringi lék hann á 63 og 65 höggum og endaði aðeins einu höggi á eftir efstu mönnum.

Icelandair USA
Icelandair USA