Fréttir

Myndband: Guðmundur lék á 67 höggum
Guðmundur Ágúst Kristjánsson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 16. nóvember 2019 kl. 18:10

Myndband: Guðmundur lék á 67 höggum

Líkt og áður hefur komið fram á Kylfingi lék Guðmundur Ágúst Kristjánsson annan hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 4 höggum undir pari og er jafn í 22. sæti í mótinu þegar fjórir hringir eru eftir.

Guðmundur hóf leik á 10. teig í morgun og fékk þrjá fugla á fyrri níu og bætti svo við sig tveimur á seinni áður en hann fékk skolla á næst síðustu holu dagsins.

Í samtali við Kylfing sagði Guðmundur að hann væri sérstaklega sáttur með fugla á 6. og 15. holu enda eru holurnar báðar erfiðar og þá sérstaklega í miðað við vindinn í dag.

Í myndbandinu sem fylgir fréttinni má sjá viðtal við Guðmund eftir annan hringinn ásamt nokkrum höggum frá hringnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu. 

Eftir fjóra hringi verður skorið niður í mótinu og halda þá um 70 kylfingar áfram. Til þess að fá fullan keppnisrétt á Evrópumótaröðinni þurfa strákarnir okkar að enda í einu af 25 efstu sætunum að sex hringjum loknum.