Örninn sumar 21
Örninn sumar 21

Fréttir

Myndband: Hélt að völlurinn væri par 72
John Catlin fékk á dögunum undanþágu til að spila á PGA meistaramótinu en það verður fyrsta risamótið hans á ferlinum.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
fimmtudaginn 29. apríl 2021 kl. 21:56

Myndband: Hélt að völlurinn væri par 72

Bandaríkjamaðurinn John Catlin hefur verið í miklu stuði á Evrópumótaröð karla í golfi undanfarna 8 mánuði. Á þeim tíma hefur hann sigrað á þremur mótum á mótaröðinni og er í toppbaráttunni á móti vikunnar eftir frábæran fyrsta hring.

Catlin var á tímabili á 10 höggum undir pari í dag á Tenerife Open og voru einhverjir farnir að velta því fyrir sér hvort Catlin yrði annar kylfingurinn í sögu mótaraðarinnar til að spila á undir 60 höggum.

Sólning
Sólning

Endasprettur Catlin var hins vegar ekki nógu góður en í stað þess að bæta við sig fuglum fékk Bandaríkjamaðurinn tvo skolla og endaði daginn á 8 höggum undir pari eða 63 höggum. Eftir fyrsta hringinn er Catlin einu höggi á eftir Thorbjörn Olesen sem er í forystu.

„Ég áttaði mig reyndar ekki á því að völlurinn væri par 71.. Ég hélt að hann væri par 72 þannig að ég hélt að ég þyrfti þrjá í viðbót,“ sagði Catlin aðspurður hvort hann væri farinn að hugsa um 59 höggin. „Ég kom mér í mörg góð færi og er smá svekktur að hafa endað á tveimur skollum á lokaholunum. Ég spilaði svo vel þannig að það er svekkjandi að gefa frá sér tvö högg en þetta er samt löng vika, það eru þrír dagar eftir.“

Örninn járn 21
Örninn járn 21