Fréttir

Myndband: Heppni ársins hjá Sungjae Im
Sungjae Im.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 23. febrúar 2020 kl. 08:00

Myndband: Heppni ársins hjá Sungjae Im

Í þann mund sem maður heldur að maður hafi séð allt í heimi golfsins, í þann mund sem maður heldur að maður hafi séð alla þá heppni sem hægt er að sjá, þá gerist eitthvað sem maður þarf að horfa á aftur og aftur og aftur án þess að skilja almennilega hvernig eitthvað gat gerst.

Þannig augnablik átti sér stað á öðrum degi Heimsmótsins í Mexíkó á öðrum degi mótsins sem fór fram á föstudaginn.

Sungjae Im var að leika sjöundu holuna, sem er par 3 hola, þegar boltinn hans á einhver óskiljanlegan hátt skoppaði hreinlega upp úr vatninu. Ein útskýring er eflaust sú að botninn á vatninu var nógu harður til að boltinn skoppaði upp úr. Sjón er sögu ríkari og má sjá myndbandið hér að neðan.

Þess má til gamans geta að hann fékk par á holuna.