Fréttir

Myndband: Höggið sem kostaði Rahm mögulega sigurinn
Jon Rahm.
Miðvikudagur 20. mars 2019 kl. 11:00

Myndband: Höggið sem kostaði Rahm mögulega sigurinn

Jon Rahm var í forystu fyrir lokadaginn á Players meistaramótinu. Hann lék fyrstu fjórar holur lokahringsins á þremur höggum yfir pari en náði að snúa gengi sínu við og var hann búinn að vinna tvö högg til baka þegar hann steig upp á 11. teig.

Þá var hann jafn í forystu og til alls líklegur að landa titlinum. Upphafshöggið hans fór til vinstri í brautarglompu og virtist engin leið fyrir hann að reyna inn á flötina í tveimur höggum, þar sem boltinn þurfti að fara á milli tveggja trjáa, svo þurfti hann að sveigja boltanum til vinstri yfir vatn, síðan yfir flatarglompu og loks á flötina. Ofan á þetta allt þá blés vindurinn frá vinstri til hægri. Teikningin hér að neðan sýnir hversu ómögulegt höggið var. 

Rahm ákvað engu að síður að reyna „hetju höggið“, þrátt fyrir að kylfuberi hans, Adam Hayes, sem er þaulreyndur, hafi ráðlagt honum að leggja upp og reyna fá fugl á „gamla mátann“. Samtal þeirra félaga má sjá hér að neðan.

Líkt og við var að búast tókst höggið ekki og endaði það í vatninu. Rahm endaði á að fá skolla á holuna og sá hann aldrei til sólar eftir þetta. Hann endaði mótið fimm höggum á eftir Rory McIlory. Fjölmiðlar voru gapandi yfir þessari ákvörðun Rahm en hafa þó bent á að allt fer þetta í reynslubankann.