Fréttir

Myndband: Hola í höggi hjá Holmes
J. B. Holmes.
Föstudagur 15. febrúar 2019 kl. 21:50

Myndband: Hola í höggi hjá Holmes

J. B. Holmes fór holu í höggi á fyrsta hringnum á Genesis Open mótinu sem fram fer á PGA mótaröðinni.

Holmes náði draumahögginu á 6. holu Riviera golfvallarins og komst með högginu upp í efsta sæti mótsins á 7 höggum undir pari.

Holan var sú fimmtánda á hringnum hjá Holmes en hann er búinn að jafna Jordan Spieth í efsta sæti mótsins þegar flestir kylfingar hafa lokið leik á fyrsta hringnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair USA
Icelandair USA