Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Hola í höggi hjá Kokrak
Jason Kokrak.
Sunnudagur 24. mars 2019 kl. 21:41

Myndband: Hola í höggi hjá Kokrak

Lokahringur Valspar meistaramótsins er í fullum gangi en lokahollið er komið á 16. holu þegar fréttin er skrifuð. Jason Kokrak er enn af þeim sem er í baráttunni um sigurinn en hann er sem stendur höggi á eftir efsta Paul Casey, sem er í forystu.

Á þriðja hring mótsins gerði Kokrak sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 15. holu vallarins. Holan spilaðist um 200 metra löng í gær og því um ótrúlegt högg að ræða.

Myndband af högginu má sjá hér að neðan.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)