Fréttir

Myndband: Hola í höggi hjá Sabbatini
Rory Sabbatini.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 14. júní 2019 kl. 10:00

Myndband: Hola í höggi hjá Sabbatini

Það er var mikið um fína drætti á fyrsta hring Opna bandaríska meistaramótsins sem hófst í gær. 39 kylfingar léku undir pari á erfiðum Pebble Beach vellinum en eins og greint var frá fyrr í dag þá er það Justin Rose sem er í forystu.

Högg dagsins kom samt frá Rory Sabbatini. Hann gerði sér lítið fyrir og fór holu í höggi á 12. holunni. Sabbatini lék hringinn í gær á 72 höggum, eða einu höggi yfir pari, og er hann jafn í 58. sæti. 

12. holan er um 185 metra löng par 3 hola þar sem menn þurfa að slá yfir glompu til að komast að flagginu. Höggið lenti á flötinni, skoppaði tvisvar sinnum áður en hann lenti beint í holunni. Myndband af högginu má sjá hér að neðan.