Fréttir

Myndband: Jeff Maggert vann lokamót ársins á öldungamótaröðinni með stæl
Jeff Maggart.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 13. nóvember 2019 kl. 23:04

Myndband: Jeff Maggert vann lokamót ársins á öldungamótaröðinni með stæl

Lokamót ársins á PGA Tour Champions, öldungamótaröðinni í Bandaríkjunum, lauk á sunnudaginn. Það var mikil spenna á lokadeginum þar sem einnig réðist hver ynni Schwab bikarinn sem svipar til FedEx bikarsins á PGA mótaröðinni.

Þeir Jeff Maggert og Retief Goosen enduðu mótið jafnir á samtals 21 höggi undir pari og þurfti því að grípa til bráðabana. Eftir að hafa leikið 18. og 18. tvisvar var haldið á 17. holuna. Þar gerði Maggert sér lítið fyrir og sló ofan í fyrir erni. 

Goosen hafði slegið annað höggið sitt upp að stöng og gat því lítið gert til eftir að Maggert sló ofan í.

Það var Scott McCarron sem fagnaði sigri í stigakeppni mótaraðarinnar og vann því Schwab bikarinn.

Myndband af höggi Maggert má sjá hér að neðan og lokastöðu mótsins má nálgast hérna.