Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Myndband: Lashley tapaði miklum pening á þessum mistökum
Nate Lashley.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
mánudaginn 15. febrúar 2021 kl. 22:08

Myndband: Lashley tapaði miklum pening á þessum mistökum

Fyrir flesta kylfinga skiptir það litlu máli þó svo að léleg högg eða mistök séu gerð. Það gilda þó ekki sömu reglur um atvinnukylfinga því þar getur hvert högg skipt gríðarlega miklu máli. Nate Lashley fékk að kynnast því í gær en hann tapaði mögulega tæplega 65 milljónum króna á sínum mistökum.

Þegar Lashley var kominn á 16. holuna í gær var hann jafn í efsta sætinu en  fjórpútt á 16. flötunni gerðu möguleika hans að engu. Það sem gerir þetta enn grátlegra er að fyrsta púttið var rétt rúmlega fimm metra langt.

Að sjálfsögðu er þetta vangaveltur en hefði Lashley sett fyrsta púttið í og endaði alveg eins, með því að fá par á 17. holunni og fugl á 18., þá hefði hann endaði einn í öðru sæti og fengið að launum 850.000 dollara, sem rétt um 110 milljónir króna. Þess í stað endaði hann jafn í 5. sæti og fékk að launum rúmlega 300.000 dollara, sem er rétt um 39 milljónir króna.

Þó svo að tæpar 40 milljónir sé góður launatékki þá borgar sig að vanda sig við hvert högg þegar fjárhæðirnar eru eins háar og þær eru í raun og veru á PGA mótaröðinni.