Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Leik frestað og öll skor ógild á PGA mótaröðinni
Phil Mickelson var einn af þeim sem var farinn af stað.
Fimmtudagur 14. febrúar 2019 kl. 21:50

Myndband: Leik frestað og öll skor ógild á PGA mótaröðinni

Genesis Open mótið hófst á PGA mótaröðinni fyrr í kvöld og voru nokkur holl kominn út á völl þegar fresta þurfti leik vegna rigningar. Kylfingarnir sem voru komnir lengst voru aðeins búnir með tvær holur og voru efstu menn á höggi undir pari.

Eftir tveggja tíma bið var sú sjaldgæfa ákvörðun tekin að öll skor yrðu gerð ógild og mótið hæfist að nýju þegar aðstæður leyfðu.

Atvik sem þetta gerist ekki oft en síðast var þetta gert árið 2013 á Deutsche Bank Championship mótinu.

Þegar þessi frétt er skrifuð hafa fyrstu kylfingar hafið leik og má fylgjast með skori keppenda hérna.

icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640