Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Myndband: McIlroy og Thomas fá 50 tilraunir til að fara holu í höggi
Rory McIlroy.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
þriðjudaginn 23. febrúar 2021 kl. 19:33

Myndband: McIlroy og Thomas fá 50 tilraunir til að fara holu í höggi

Evrópumótaröð karla fékk á dögunum Rory McIlroy og Justin Thomas í skemmtilega tilraun þar sem þeir fengu báðir 50 tilraunir til að fara holu í höggi á rúmlega 130 metra langri par 3 holu. Áður hafði mótaröðin til að mynda fengið þá Edoardo Molinari og Brandon Stone til að taka þátt í svipaðri tilraun en þá fengu þeir 500 tilraunir.

Líkurnar á því að atvinnukylfingur fari holu í höggi eru 2.500 á móti einum og því vildi Evrópumótaröðin komast að því hvort að Thomas eða McIlroy tækist að fara holu í höggi þegar þeir fengu 50 tilraunir við bestu aðstæður.

Hér fyrir neðan má sjá hvað gerðist: