Prósjoppan mottumars
Prósjoppan mottumars

Fréttir

Myndband: McIlroy vonast eftir sigri um helgina
Rory McIlroy.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 20. janúar 2021 kl. 22:15

Myndband: McIlroy vonast eftir sigri um helgina

Rory McIlroy hefur leik á morgun á Abu Dhabi HSBC Meistaramótinu en þetta verður fyrsta mót ársins hjá honum. Í gegnum tíðina hefur McIlroy gengið vel þegar mót eru haldin í Sameinuðu Arabísku Furstadæmunum en fjórir af 14 sigrum hans á Evrópumótaröðinni hafa komið þar, hann hefur einni þrisvar sinnum unnið Race to Dubai stigatitilinn.

Í viðtali fyrir mótið sagði McIlroy að hann vonaðist til að geta klárað dæmið núna þar sem honum hefur aldrei tekist að vinna þetta mót.

„Ég byrjaði tímabilið mitt í Abu Dhabi frá árinu 2008 til ársins 2018 og það hefur gengið vel hjá mér. Þetta er golfvöllur sem mér hefur gengið vel á og spilað vel. Ég hef eiginlega gert allt hérna nema það að vinna, þannig að já, ég mun reyna aftur og sjá hvort ég geti ekki klárað dæmið núna.“

McIloy hefur leik klukkan 7:30 að staðartíma, sem er 3:30 að íslenskum tíma, og byrjar hann á 10. braut. Með honum í holli eru þeir Lee Westwood og Justin Thomas.

Hér að neðan má svo sjá myndband af McIlroy á æfingasvæðinu og má með sanni segja að það er alveg þess virði að horfa á myndbandið til enda.