Fréttir

Myndband: Mickelson með klúður dagsins
Phil Mickelson.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 13. júní 2019 kl. 20:56

Myndband: Mickelson með klúður dagsins

Opna bandaríska meistaramótið hófst fyrr í dag og er það þeir Rickie Fowler, Xander Schauffele og Louis Oosthuizen sem er í forystu þegar fyrstu menn hafa lokið leik í dag.

Mickelson er einn þeirra sem hefur lokið í dag og kom hann í hús á 71 höggi, eða pari vallar. Þetta er eina risamótið sem Mickelson hefur ekki unnið og mun hann því leggja allt í sölurnar í ár til að klára þann áfanga.

Hann verður þó að koma í veg fyrir að gera sömu mistök og hann gerði á þriðju holunni í dag. Þar átti hann langt pútt fyrir fugli. Púttið var frábært og stöðvaðist um 30 cm frá holu og gekk hann upp að boltanum til þess að klára. Það gekk þó ekki betur en svo að hann missti púttið og þurfti því að sætta sig við skolla. Sjón er sögu ríkari en myndband af atvikinu má sjá hér að neðan.