Fréttir

Myndband: Mickelson nálægt holu í höggi á par 4 holu
Phil Mickelson.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 18. október 2019 kl. 08:44

Myndband: Mickelson nálægt holu í höggi á par 4 holu

Bandaríkjamaðurinn Phil Mickelson var hársbreidd frá því að fara holu í höggi á öðrum hringnum á CJ Cup mótinu sem fer fram á PGA mótaröðinni um þessar mundir.

Bolti Mickelson flaug beint inn á flöt á hinni 320 metra löngu par 4 holu fjórtándu og fór af ágætum krafti beint í flaggið og stoppaði rétt við holu. Eftirleikurinn var auðveldur fyrir Mickelson sem fékk örn á holuna.

Eftir tvo hringi í mótinu er Mickelson á tveimur höggum undir pari, jafn í 33. sæti. Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.