Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Mickelson og DeChambeau grátlega nálægt holu í höggi
Phil Mickelson.
Föstudagur 12. apríl 2019 kl. 07:00

Myndband: Mickelson og DeChambeau grátlega nálægt holu í höggi

Fyrsti hringur Masters mótsins fór fram í gær við fínar aðstæður á Augusta National vellinum í Georgíu fylki í Bandaríkjunum.

Bandaríkjamennirnir Bryson DeChambeau og Phil Mickelson fóru báðir vel af stað í mótinu og er DeChambeau í efsta sæti á meðan Mickelson er í 3. sæti.

Báðir eiga þeir það sameiginlegt að hafa verið grátlega nálægt því að fara holu í höggi á 16. holunni, einni frægustu par 3 holu í heimi.

DeChambeau var fyrri til að slá en tæplega 10 mínútum seinna mætti Mickelson og slá nánast sama högg. Höggin má sjá hér fyrir neðan.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)