Fréttir

Myndband: Óhefðbundin sveifla eins besta áhugakylfings í heimi
Þriðjudagur 18. september 2018 kl. 12:00

Myndband: Óhefðbundin sveifla eins besta áhugakylfings í heimi

Bandaríkjamaðurinn Matt Wolff hefur byrjað tímabilið í bandaríska háskólagolfinu með látum og er kominn með tvo sigra í tveimur mótum.

Wolff er einn besti áhugakylfingur heims en hann er í 7. sæti á heimslista áhugamanna og gæti jafnvel farið ofar þegar listinn verður uppfærður í vikunni.

Wolff leikur fyrir Oklahoma State skólann sem er með eitt besta lið Bandaríkjanna í háskólagolfinu en sveiflan hans hefur vakið athygli enda ekki hefðbundin.

Einhverjir hafa líkt sveiflu Wolff við sveifluna hans Jim Furyk en eitt er víst að hún virkar og Wolff er í þokkabót gríðarlega högglangur. Það er líklega ekki langt þangað til við fáum að sjá hann á PGA mótaröðinni.

 

 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 
 

Another look at @matthew_wolff5 🏌️⛳️ @georgegankasgolf this kid can play 🏆

A post shared by MD Golf - OFFICIAL 🏌️⛳️ (@mdgolfofficial) on

 

Hér að neðan má sjá umfjöllun Golf Channel um Wolff frá því í sumar.

Ísak Jasonarson
[email protected]