Fréttir

Myndband: Olesen og Bjerregaard taka 14 kylfu áskorunina
Thorbjörn Olesen er í liði Evrópu sem mætir Bandaríkjamönnum í Ryder bikarnum.
Mánudagur 24. september 2018 kl. 19:17

Myndband: Olesen og Bjerregaard taka 14 kylfu áskorunina

Danirnir Thorbjörn Olesen og Lucas Bjerregaard tóku þátt í skemmtilegri keppni á dögunum þar sem þeir þurftu að nota allar kylfur í pokanum til að hitta flöt af tæplega 130 metra fjarlægð.

Leikreglur voru þær að keppendur fengu eitt stig fyrir að hitta flötina í innáhögginu en eftir að hafa slegið högg var sú kylfa sem var notuð tekin úr pokanum hjá báðum kylfingum.

Olesen og Bjerregaard stóðu sig báðir nokkuð vel í keppninni og þá sérstaklega þegar þeir þurftu til að mynda að nota trékylfurnar af þessari stuttu fjarlægð.

Ísak Jasonarson
[email protected]