Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Öryggisvörður rann á Tiger
Mynd: Twitter.
Föstudagur 12. apríl 2019 kl. 22:23

Myndband: Öryggisvörður rann á Tiger

Tiger Woods lenti í ansi skondnu atviki á öðrum hring Masters mótsins í dag þegar öryggisvörður í mótinu rann á hann.

Woods var í erfiðum málum í trjánum á 14. holunni en náði frábæru höggi inn á flöt. Á meðan æstir aðdáendur reyndu að komast nálægt kappanum hljóp öryggisvörður í átt að Woods sem endaði ekki betur en svo að hann rann í blautu grasinu og beint á hægri fót Woods sem fann greinilega fyrir tæklingunni.

Sem betur fer virðist í lagi með Woods en hann kláraði holuna á fugli og er þessa stundina tveimur höggum frá efstu mönnum.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)