Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Ótrúleg pútt hjá Pepperell og Vegas
Sunnudagur 17. mars 2019 kl. 20:27

Myndband: Ótrúleg pútt hjá Pepperell og Vegas

Lokadagur Players meistaramótsins er í fullum gangi og er það Rory McIlroy sem er í forystu sem stendur á 15 höggum undir pari.

Þau hafa verið ófá glæsileg höggin sem slegin hafa verið á lokadegi mótsins en þau hafa ekki mörg verið jafn falleg og púttin hjá Eddie Pepperell og Jhonattan Vegas.

Þeir voru báðir á fimm höggum undir pari á hringnum í dag og samtals á 13 höggum undir pari þegar þeir gengu upp á 17. teig. Holan er skorin lengst hægra megin á flötinni og slógu þeir báðir lengst vinstra megin á flötina og áttu því báðir eftir mjög löng pútt fyrir fugli, Pepperell um 15 metra og Vegas um 21 meter. Þeir gerðu sér báðir lítið fyrir og settu púttin ofan í þannig að báðir voru þeir komnir einu höggi á eftir á 14 höggum undir pari og enduðu þeir hringinn á því skori.

Myndband af púttunum má sjá hér að neðan og til gamans má geta að þetta var lengsta pútt í sögu 17. brautarinnar hjá Vegas.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)