Fréttir

Myndband: Ótrúlegt umhverfi á Evrópumótaröðinni þessa vikuna
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
fimmtudaginn 26. nóvember 2020 kl. 20:47

Myndband: Ótrúlegt umhverfi á Evrópumótaröðinni þessa vikuna

Evrópumótaröð karla leikur í Suður-Afríku um helgina en Alfred Dunhill Championship mótið fer fram á Leopard Creek vellinum. Eftir fyrsta hring eru það þeir Adrian Meronk og Robin Roussel sem deila efsta sætinu á sjö höggum undir pari.

Aðstæður fyrir kylfinga eru heldur óvenjulegar þar sem Leopard Creek völlurinn er staðsettur við hliðina á Kruger þjóðgarðinum þar sem mörg af villtustu dýrum Afríku finnast.

Eins og sést í myndbandinu hér að neðan er stutt í hin ýmsu dýr og eflaust einhverjir kylfingar sem gleyma sér við það að fylgjast með þessum ótrúlegu dýrum.