Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Ótrúlegur örn Angel Yin
Angel Yin.
Fimmtudagur 18. apríl 2019 kl. 20:30

Myndband: Ótrúlegur örn Angel Yin

Þeir eru misjafnir hringirnir eins og þeir eru margir. Eina stundina gengur þetta smurt fyrir sig og lítið bjátar á meðan aðra virðist leikurinn vera eins og hinn besti/versti rússíbani.

Angel Yin hóf í gær leik á Lotte Championship mótinu sem er hluti af LPGA mótaröðinni og má segja að fyrsti hringur mótsins hafi verið ansi skrautlegur hjá henni.

Hún hóf leik á 10. braut og var komin þrjú högg yfir par eftir þrjár holu. Þá kom fugl, síðan par og svo örn. Örninn var ansi sérstakur fyrir þær sakir að hún sló í bolta andstæðing síns og fór þaðan beint í holu.

Á hringnum átti Yin eftir að fá þrjá fugla, einn skolla, einn skramba og restina pör. Hún kom í hús á 72 höggum eða pari vallar.

Rúnar Arnórsson
runar@vf.is
icelandair til 27 ágúst 640
icelandair til 27 ágúst 640