Fréttir

Myndband: Óvenjuleg samantekt frá móti helgarinnar á Evrópumótaröðinni
Padraig Harrington.
Mánudagur 28. september 2020 kl. 21:17

Myndband: Óvenjuleg samantekt frá móti helgarinnar á Evrópumótaröðinni

Evrópumótaröð karla hefur ætíð verið dugleg við að birta skemmtileg myndbönd frá hinum ýmsum viðburðum, áskorunum sem þeir fá kylfinga mótaraðarinnar til að taka þátt í og öðrum hlutum tengdum golfi.

Nýlega fóru þeir af stað með þátt sem ber nafnið „The Golf for Good Show“. Þátturinn sem var birtur í dag er sá sjöundi og var ýmislegt skemmtilegt sem gerðist um liðina helgi á Dubai Duty Free Irish Open mótinu.

Bóndi nokkur hefur vakið mikla athygli þar sem að hann sást sitja á tjaldstól horfandi á golfið. Nema hvað að allt í kringum hann voru nautgripir.

Padraig Harrington, sem átti að vera leiða lið Evrópu á móti liði Bandaríkjanna í Ryder bikarnum þessa helgina, en sökum þess að keppninni var frestað um ár ákvað hann að taka þátt í Irish Open mótinu. Hann lenti það í hinum ýmsu ævintýrum.