Fréttir

Myndband: Pepperell og Fox frábærir í 14 kylfu áskoruninni
Eddie Pepperell.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
miðvikudaginn 10. júlí 2019 kl. 20:35

Myndband: Pepperell og Fox frábærir í 14 kylfu áskoruninni

Englendingarnir Eddie Pepperell og Ryan Fox tóku þátt í skemmtilegri keppni í undirbúningi fyrir Dubai Duty Free Irish Open mótið þar sem þeir þurftu að nota allar kylfur í pokanum til að hitta flöt af tæplega 134 metra fjarlægð. Evrópumótaröðin hefur staðið fyrir þessari skemmtilegu keppni í nokkur skipti og getur það verið áhugavert að sjá bestu kylfinga heims slá með hinum ýmsu óvenjulegum kylfum.

Leikreglur eru að venju þær að keppendur fá eitt stig fyrir að hitta flötina í innáhögginu en eftir að hafa slegið högg er sú kylfa sem var notuð tekin úr pokanum hjá báðum kylfingum.

Myndband af keppninni má sjá hér fyrir neðan.