Fréttir

Myndband: Poulter fékk 8 eftir vandræði í kringum flötina
Ian Poulter og Jon Rahm voru í miklu stuði á æfingahringnum fyrir Opna bandaríska.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 15. júní 2019 kl. 10:43

Myndband: Poulter fékk 8 eftir vandræði í kringum flötina

Englendingurinn Ian Poulter verður ekki með um helgina á Opna bandaríska mótinu sem fer fram á Pebble Beach vellinum.

Þetta varð ljóst á föstudaginn þegar Poulter lék annan hring mótsins á 2 höggum yfir pari og var því samtals á 4 höggum yfir pari eftir tvo hringi.

12. hola dagsins hjá Poulter reyndist honum ansi dýrkeypt þar sem hann lék á 8 höggum eða 4 höggum yfir pari. Í myndbandi hér fyrir neðan má sjá tvö af höggunum 8 sem heppnuðust vægast sagt illa.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640