Fréttir

Myndband: Púttaði í vatn á Masters
Bernd Wiesberger.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
föstudaginn 9. apríl 2021 kl. 12:00

Myndband: Púttaði í vatn á Masters

Fimmtudagurinn á Masters mótinu var einn sá erfiðasti í töluverðan tíma. Flatir Augusta National vallarins voru harðar og gríðarlega hraðar og sást það ágætlega á skori keppenda.

Einn þeirra sem fékk að kynnast hraða flatanna var Bernd Wiesberger en hann lék fyrsta hringinn á tveimur höggum yfir pari. Wiesberger átti eitt af höggum fyrsta hringsins þegar hann púttaði á 15. holu alla leið í vatnið sem er fyrir framan flötina.

Wiesberger þurfti því næst að taka víti á flötinni og tvípúttaði þaðan. Það er spurning hvort austurríski kylfingurinn telji þetta sem þrjú eða fjögur pútt í heildina.

Sjón er sögu ríkari en myndband af fyrsta púttinu má sjá hér fyrir neðan.

Annar hringur mótsins er nú í gangi. Hér má sjá stöðuna í mótinu.