Fréttir

Myndband: Rahm fór holu í höggi
Jon Rahm. Mynd: golfsupport.nl.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 22. febrúar 2020 kl. 21:30

Myndband: Rahm fór holu í höggi

Spánverjinn Jon Rahm var rétt í þessu að fara holu í höggi á þriðja hring Heimsmótsins í Mexíkó.

Rahm fór holu í höggi á 17. holu Chapultepec vallarins og er á 10 höggum undir pari fyrir lokaholuna. Vallarmetið er 62 högg eða 9 högg undir pari og þarf Rahm því einungis par á lokaholunni til þess að bæta metið.

Rahm er á 11 höggum undir pari í heildina og er þremur höggum á eftir efstu mönnum þegar nokkrar holur eru eftir af þriðja hringnum og verður því að öllum líkindum í toppbaráttunni á sunnudaginn þegar lokahringur mótsins fer fram.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.