Fréttir

Myndband: Reed braut kylfu á Opna bandaríska mótinu
Patrick Reed.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
laugardaginn 15. júní 2019 kl. 17:57

Myndband: Reed braut kylfu á Opna bandaríska mótinu

Bandaríkjamaðurinn Patrick er á meðal keppenda á Opna bandaríska mótinu sem fer fram á Pebble Beach vellinum í Kaliforníu.

Þrátt fyrir að komast í gegnum niðurskurðinn var Reed mjög ósáttur á lokaholu annars hringsins og braut kylfu sína í reiðiskasti. Myndband af atvikinu má sjá hér fyrir neðan.

Reed, sem sigraði á Masters mótinu árið 2017, á litla möguleika á því að sigra á Opna bandaríska mótinu í þetta skiptið en eftir 13 holur á þriðja keppnisdegi er hann á 4 höggum yfir pari í heildina, 13 höggum á eftir Gary Woodland sem leiðir.

Icelandair Betra verð til Kanada 640
Icelandair Betra verð til Kanada 640