Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Samantekt frá lokadegi Evian Championship mótsins
Angela Stanford
Sunnudagur 16. september 2018 kl. 18:01

Myndband: Samantekt frá lokadegi Evian Championship mótsins

Evian Championship, loka risamóti ársins, lauk fyrr í dag og var það Angela Stanford sem fagnaði sigri eftir mikla dramatík á lokaholunum.

Fyrir daginn var það Amy Olson sem var með þriggja högga forystu á næstu kylfinga. Á meðan Olson var að leika kringum parið náðu aðrar stelpur að nýta sér það og komast í baráttuna um sigurinn. 

Það fór svo að lokum að Olson fékk tvöfaldan skolla á lokaholunni sem kostaði hana sigurinn og féll titillinn því í skaut Stanford.

Samantekt frá lokadeginum má sjá hér að neðan.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)