Fréttir

Myndband: Samantekt frá lokahring Lowry
Shane Lowry.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 23. júlí 2019 kl. 17:28

Myndband: Samantekt frá lokahring Lowry

Það hefur eflaust ekki farið framhjá neinum að það var Írinn Shane Lowry sem bar sigur úr býtum á Opna mótinu, fjórða risamóti ársins, sem kláraðist á sunnudaginn. Þetta var 148. Opna mótið sem var haldið og var það leikið á Royal Portrush vellinum í Norður-Írlandi.

Lowry lék einstaklega vel allt mótið og var með til að mynda með fjögurra högga forystu fyrir lokahringinn. Erfiðar aðstæður voru á lokadeginum en hann lét það ekki hafa nein áhrif á sig og lék frábærlega þegar mest á reyndi.

Eins og sést í samantektinni hér að neðan frá lokahringnum leit aldrei út fyrir það að einhver annar væri að fara vinna mótið.