Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Snedeker leiðir fyrir lokahringinn
Brandt Snedeker.
Sunnudagur 7. október 2018 kl. 10:20

Myndband: Snedeker leiðir fyrir lokahringinn

Bandaríkjamaðurinn Brandt Snedeker er með þriggja högga forystu á Safeway Open mótinu sem er hluti af PGA mótaröðinni fyrir lokahringinn.

Snedeker er samtals á 16 höggum undir pari eftir þrjá hringi en hann kláraði þriðja hringinn með stæl og fékk fugla á 16.-18. holu.

Snedeker er með þriggja högga forystu á samlanda sinn, Kevin Tway. Tway lék þriðja hringinn á 4 höggum undir pari.

Sungjae Im er í þriðja sæti á 12 höggum undir pari. Kylfingur skrifaði um hann á dögunum en hann var talinn líklegastur til afreka af nýliðunum á mótaröðinni.

Hér er hægt að sjá stöðuna í mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)