Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Þessi faðir sér eflaust eftir þessari ákvörðun
Miðvikudagur 23. maí 2018 kl. 19:00

Myndband: Þessi faðir sér eflaust eftir þessari ákvörðun

Hver hefur ekki hugsað um það að láta vin sinn tía boltann upp í munninum og fá síðan að slá boltann af öllu afli. Eflaust flestir sem koma sér aldrei í að gera þetta, mjög líklega vegna þess að enginn vill vera einstaklingurinn með boltann í munninum.

Faðir nokkur í Ástralíu ákvað þó að leggjast niður og tía boltann upp með munninum og leyfa barni sínu að slá boltann.

Eins og lesendur geta eflaust áttað sig á þá endaði það ekki alveg eins og var vonast til. Í stað þess að hitta golfboltann, þá sló barnið einfaldlega beint í andlitið á honum. Sjón er sögu ríkari og er hægt að sjá atvikið hér að neðan.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)