Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Tiger Woods í drævkeppni við högglengsta kylfing heims
Tiger Woods
Sunnudagur 20. maí 2018 kl. 20:12

Myndband: Tiger Woods í drævkeppni við högglengsta kylfing heims

Tiger Woods hefur spilað í átta mótum síðan hann snéri aftur á völlinn eftir langvarandi meiðsli og hefur leikurinn hjá honum litið nokkuð vel út. Járnin hafa verið góð, stuttaspilið hefur verið frábært og á köflum hafa púttin minnt á hvernig hann var fyrir 15 árum. Það eina sem hefur kannski vantað er dræverinn.

Síðustu helgi bar leikur hans aftur á móti þess merki að dræverinn væri að lagast. Á lokadegi Players mótsins sló hann hvert frábæra drævið á fætur öðru. 

Nú um helgina heldur Woods í 20. skiptið hið árlega Tiger Jam og fær hann þá ýmsa þekkta einstaklinga til að mæta á svæðið. Þar á meðal er högglengsta kona heims og fóru þau í smá drævkeppni. Hún heitir Troy Mullins og á hún meðal annars lengsta dræv sögunnar hjá konum, 402 jardar (357,6 metrar). 

Tiger var það ánægður með höggið hjá sér að hann labbaði bara í burtu. Það er því vonandi að hann geti slegið svona af teig næstu mánuðina. Myndband af drævinu má sjá hér að neðan.

Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)