Fréttir

Myndband: Tveir fóru holu í höggi á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótsins
Patrick Reed.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
föstudaginn 18. september 2020 kl. 08:00

Myndband: Tveir fóru holu í höggi á fyrsta degi Opna bandaríska meistaramótsins

Fyrsti dagur Opna bandaríska meistaramótsins fór fram í dag og er það Justin Thomas sem leiðir eftir fyrsta daginn. Hann lék á 65 höggum og er höggi á undan næstu mönnum.

Mótið er leikið á honum erfiða Winged Foot vellinum í New York-fylki að þessu sinni. Það voru tveir kylfingar sem gerðu sér lítið fyrir og fóru holu í höggi á hringnum í gær.

Það voru þeir Patrick Reed og Will Zalatoris sem fóru holu í höggi og gerðu þeir það báðir á 7. holunni. Holan var rétt um 150 metrar að lengd í gær og var holan þriðja auðveldasta holan í gær.

Myndband af höggunum má sjá hér að neðan og stöðuna í mótinu má nálgast hérna.