Fréttir

Myndband: Tveir fóru holu í höggi á skrautlegum þriðja degi Arnold Palmer Invitational mótsins
Jordan Spieth.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
sunnudaginn 7. mars 2021 kl. 14:34

Myndband: Tveir fóru holu í höggi á skrautlegum þriðja degi Arnold Palmer Invitational mótsins

Það var líf og fjör á þriðja degi Arnold Palmer Invitational mótsins. Bryson DeChambeau reyndi að slá inn á flöt í upphafshöggi á par 5 holu, Patrick Reed aftur í sviðsljósinu fyrir brot á reglum, Justin Rose dróg sig úr leik vegna meiðsla og það er svo hinn 47 ára gamli Lee Westwood sem er í forystu. Það er því viðeigandi að tveir kylfingar gerður sér lítið fyrir og fóru holu í höggi.

Jordan Spieth var fyrstu til að afreka það í gær en höggið kom strax á annari holu dagsins og byrjaði hann því daginn á því að fá fugl og svo örn. Holan er rétt um 200 metra löng hola og því um einstaklega gott högg að ræða.

Það var svo tælenski kylfingurinn Jazz Janewattananond sem fór holu í höggi síðar um daginn. Hann sló höggið á 14. holunni sem er einnig rétt um 200 metra löng hola. Janewattananond fagnaði vel og innilega.