Fréttir

Myndband: Tvö högg í vatnið hjá Woods á 17. holunni
Tiger Woods.
Föstudagur 15. mars 2019 kl. 16:33

Myndband: Tvö högg í vatnið hjá Woods á 17. holunni

Tiger Woods fór illa að ráði sínu á 17. holunni á TPC Sawgrass vellinum í dag þar sem Players meistaramótið fer fram.

Þegar Woods kom á 17. teiginn var hann einungis tveimur höggum á eftir efstu mönnum eftir þrjá fugla á fyrstu 7 holum annars hringsins en hann byrjaði á 10. holu.

Upphafshögg Woods á 17. holunni frægu leitaði til vinstri og lenti aftast á flötinni og lak að lokum niður í vatn. Því næst þurfti Woods að láta boltann falla á fallreit en sló þeim bolta sömuleiðis yfir flötina.

Woods tók annað víti og sló þá loksins inn á flöt og átti rúmlega 6 metra pútt eftir fyrir þreföldum skolla sem hann svo missti. Fjórfaldur skolli staðreynd.

Þrátt fyrir þennan fjórfalda skolla er Woods á parinu á öðrum hringnum og á þremur höggum undir pari þegar Players meistaramótið er hálfnað.

Þegar fréttin er skrifuð er Woods jafn í 49. sæti. Hér er hægt að sjá stöðuna.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair USA
Icelandair USA