Fréttir

Myndband: Wallace enn á ný gagnrýndur fyrir hegðun sína á vellinum
Matt Wallace.
Rúnar Arnórsson
Rúnar Arnórsson skrifar
þriðjudaginn 25. júní 2019 kl. 09:31

Myndband: Wallace enn á ný gagnrýndur fyrir hegðun sína á vellinum

Það er ekki nema rétt rúmlega mánuður síðan að Englendingurinn Matt Wallace var gagnrýndur fyrir það að haga sér barnalega á lokaholu British Masters mótsins.

Þar átti hann möguleika á sigri á lokaholunni en púttið geigaði og brást hann mjög íþróttamannslega við. Nánar má lesa um það atvik hérna.

Nú hefur Wallace aftur verið tekin fyrir af áhorfendum eftir hegðun sína á lokadegi BMW International Open mótsins sem kláraðist á sunnudaginn. Á lokahringnum sást til Wallace kasta kylfum út um allt ásamt því að tala niður til kylfubera síns eftir að hafa slegið yfir 12. flötina.

Mönnum ofbauð svo á 18. holunni. Þar sést á myndbandi hvernig Wallace hellir sér yfir kylfubera sinn eftir að hann hafi slegið upphafshöggið sitt í vatn og gert þá út um möguleika sína á að vinna mótið annað árið í röð. 

Fólk var duglegt við að láta skoðun sína í ljós og var fólk á eitt sammála um að hegðun Wallace hafi verið ólíðandi