Örninn Taylor
Örninn Taylor

Fréttir

Myndband: Wallace gagnrýndur fyrir barnalega hegðun á lokaholunni
Matt Wallace endaði í 2. sæti á British Masters mótinu.
Mánudagur 13. maí 2019 kl. 07:40

Myndband: Wallace gagnrýndur fyrir barnalega hegðun á lokaholunni

Englendingurinn Matt Wallace var í toppbaráttunni á British Masters mótinu sem lauk í gær á Evrópumótaröð karla.

Fyrir lokaholu mótsins var hann jafn þeim Eddie Pepperell, Robert MacIntyre og Marcus Kinhult en sá síðastnefndi fór með sigur af hólmi með fugli á síðustu holunni.

Wallace átti góðan möguleika á fugli á holunni en niður vildi púttið ekki. Englendingurinn brást hinn versti við og barði pútternum ítrekað niður í flötina eins og sjá má á myndbandinu hér fyrir neðan.

Eftir mótið var Wallace gagnrýndur harkalega fyrir framkomu sína á lokaholunni enda á hún ekki að sjást á golfvelli. Ekki er víst hvort Evrópumótaröðin blandi sér eitthvað í málið en fyrr á þessu ári var Sergio Garcia vísað úr móti eftir að hafa verið gripinn við það að lemja pútternum sínum í flatir á Saudi International mótinu.

Ísak Jasonarson
isak@vf.is
Icelandair (640 x 150)
Icelandair (640 x 150)