Fréttir

Myndband: Woodland sigraði á Opna bandaríska mótinu
Gary Woodland.
Ísak Jasonarson
Ísak Jasonarson skrifar
mánudaginn 17. júní 2019 kl. 08:00

Myndband: Woodland sigraði á Opna bandaríska mótinu

Banda­ríkjamaður­inn Gary Wood­land sigraði í gær í fyrsta sinn á risamóti í golfi á Opna banda­ríska meist­ara­mót­inu sem lauk á Pebble Beach-vell­in­um í Kali­forn­íu.

Wood­land lék loka­hring­inn á 69 högg­um eða tveim­ur högg­um und­ir pari og lauk keppni á 13 högg­um und­ir pari.

Woodland var í holli með Justin Rose á lokahringnum en Englendingurinn gaf eftir á seinni níu holunum og varð að lokum jafn í þriðja sæti á 7 höggum undir pari.

Banda­ríkjamaður­inn Brooks Koepka, sem hafði unnið Opna bandaríska mótið 2017 og 2018 veitti Woodland mikla keppni á lokahringnum og var á tímabili einungis höggi á eftir Woodland. Fuglapútt Koepka vildi ekki niður á 18. holu og því hefði Woodland getað fengið skolla á lokaholunni en þó fagnað sigri.

Woodland gerði sér lítið fyrir og setti langt pútt fyrir fugli á 18. holu og fagnaði sigrinum vel og innilega.

Banda­ríkja­mennirnir Xand­er Schauf­fele og Chez Rea­vie og Spánverjinn Jon Rahm urðu jafn­ir Rose í þriðja sæt­inu á 7 högg­um und­ir pari.

Tiger Woods endaði í 21.-28. sæti á tveim­ur högg­um und­ir pari. Tiger fór illa af stað á loka­hringn­um þar sem hann fékk fjóra skolla á fyrstu sex hol­un­um. Hann fékk hins vegar sex fugla á síðustu tólf hol­un­um og lauk keppni á 69 högg­um, tveim­ur högg­um und­ir pari.

Hér er hægt að sjá lokastöðuna.